Deep spiral

Description:

Flokkast ekki sem acro trick, en flugmenn sem vilja fljúga acro verða að læra þetta fyrst.

Í Deep spiral er flugmaðurinn í beinni línu við vængin og fremri brún vængsins vísar að jörðini,
flugmaðurinn snýst hratt í kring um punkt nálægt miðju vængsins.Fallhraði getur orðið meira en 20m/s og snúningshraði 110km/h sem veldur miklu álagi á líkaman.

Preparation:

Enter:

Settu líkamsþungan til hægri og togaðu jafnt og örugglega í hægri bremsuna, vængurinn byrjar að beygja og steypist svo í spíral, ef þú togar meiri bremsu steypist fremri brún vængsins í átt að jörðini
og fallhraði verður mjög mikill.

Exit:

Settu líkamsþyngdina í miðju, slakaðu bremsuni rólega og vængurinn jafnar sig í 2-3 snúningum.

Margir vængir, sérstaklega DHV 1-1-2 eru óstöðugir í spiral, sem þýðir að ef þú sleppir bremsuni
í mjög djúpum spíral(yfir 14m/s)fer vængurinn í enn dýpri spiral og jafnar sig ekki nema flugmaðurinn grípi inn í.

Dangers!

það versta sem getur gerst er ef þú kemst ekki úr spíralnum og nálgast jörðina á miklum hraða(60+km/h) í þessu tilfelli, ef þú ert meira en 300m frá jörðini skaltu opna varafallhlífina strax, annars ertu dauður, jafnvel þó þú lendir í vatni!!! Í mjög djúpum spiral þarf flugmaðurinn að þola mikið álag á líkaman sem getur valdið skertri sjón eða meðvitundarleisi. DHV prófar vængi aðeins upp að 14m/s, fallhraði yfir 14m/S dregur verulega úr öriggi vængsins !

Farið varlega, lærið hægt og örugglega.

Video:

IEkkert mynband til af þessu tricki.